Vestmannaeyjar
Verkalýðsfélag Akraness hefur á leigu íbúðina í Smiðjunni við Höfðaból í Vestmannaeyjum.
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi og í hverju þeirra eru tvö einstaklingsrúm, auk þess er hægt að sofa á sófa í stofunni. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns.
Þessi skemmtilega íbúð er staðsett rétt fyrir ofan flugvöllinn í Vestmannaeyjum, en það eru ca 2 km í miðbæinn.
Góðar svalir eru á húsinu og alveg hreint dásamlegt útsýni í allar áttir.
Hér er hægt að nálgast alls konar upplýsingar fyrir þá sem eru að heimsækja Eyjar.
http://vestmannaeyjar.is/is/page/ferdamenn
Lyklar eru afhentir á staðnum gegn framvísun leigusamnings.
Gestir þurfa sjálfir að fara með rúmföt, handklæði, diskaþurrkur og salernispappír.
Hægt er að sjá fleiri myndir hér.