• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Hús nr. 11 - Ölfusborgum

Bústaðurinn er um 40m2 með tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu eru tvö rúm, annað tvíbreitt og hitt einbreitt, en í hinu herberginu er eitt tvíbreitt rúm. Sólstofa byggð 2010. Barnarúm er í húsinu. Sængur og koddar eru fyrir 7 manns. Í húsinu er afruglari frá 365 miðlum og hægt að kaupa skammtímaáskrift þegar komið er í húsið, nánari upplýsingar um það eru í húsinu.

Bústaðurinn var allur tekinn í gegn vorið 2010 og endurnýjaður í hólf og gólf. Notaleg sólstofa var byggð við húsið 2010. Góður pallur er við bústaðinn, heitur pottur, gasgrill og garðhúsgögn.

Umhverfið er barnvænt, bílaumferð um svæðið er takmörkuð og á svæðinu eru opin leiksvæði fyrir börnin. Á svæðinu er þjónustumiðstöð sem opin er allan ársins hring. Allt dýrahald í húsunum er með öllu óleyfilegt.

Orlofshverfið er örstutt frá Hveragerði þar sem hægt er að fá alla þjónustu og þar er ágætis sundlaug.  Einnig er stutt á Selfoss og ýmislegt að sjá í sveitunum í kring,  t.d. sjávarþorpin  Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri og marga sögufræga staði í Árnessýslu.

Skrifstofa félagsins sér um útleigu en lyklar eru afhentir á staðnum gegn framvísun leigusamnings. Gestir þurfa sjálfir að fara með rúmföt, handklæði og diskaþurrkur.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér. Heimasíða Rekstrarfélags Ölfusborga er hér.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image