Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 4309900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is
Stærra letur Minna letur
0

SÉRKJÖR OG AFSLÆTTIR

 • Apótek Vesturlands
 • Bílar og dekk
 • Brautin ehf
 • Galleri Ozone
 • LH bókhald ehf
 • Model - Ormsson
 • N1
 • Olís
 • Omnis
 • Pípulagningafélag Lýðveldisins
 • Rafþjónusta Sigurdórs ehf
 • Snyrtistofan Dekur
 • Trésmiðjan Akur
 • VÍS 
 • Ökukennsla Sigga Trukks 
 • Knattspyrnufélag ÍA

0
0

LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA 

Félagsmenn geta fengið ókeypis lögfræðirágjöf hjá lögmanni félagsins með því að panta sér viðtalstíma á skrifstofu félagsins í síma 430-9900

 

0

Ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar

 

Hjá Verkalýðsfélagi Akraness starfar tveir ráðgjafar á sviði starfsendurhæfingar sem bjóða félagsmönnum allra stéttarfélaga á Akranesi þá þjónustu í samstarfi við Virk, starfsendurhæfingarsjóð.

Elín Th. Reynisdóttir, viðtalstími alla virka daga milli kl. 8 og 16. Tímapantanir í síma 4309904 eða á netfangið elin@vlfa.is.

Kristín Björg Jónsdóttir, viðtalstími alla virka daga milli kl. 8 og 14. Tímapantanir í síma 4309907 eða á netfangið kristin@vlfa.is.

 

Hlutverk starfsendurhæfingarráðgjafa er að bjóða félagsmönnum upp á þjónustu ef starfshæfni þeirra er skert eða henni er ógnað vegna heilsubrests. Ráðgjafaferlið er afar einstaklingsbundið og tekur mið af aðstæðum hvers og eins. Horft er á styrkleika hvers einstaklings og áhersla lögð á þá eiginleika og hæfileika sem eru til staðar. Rauði þráðinn er að efla virkni, auka vinnugetu og varðveita vinnusamband og reyna að grípa inn í veikindaferlið sem fyrst til að minnka líkurnar á því að einstaklingurinn detti út af vinnumarkaðnum vegna heilsubrests.

 

Dæmi um þá þjónustu sem ráðgjafi veitir er t.d.:

 

• Ráðgjöf og hvatning sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins

• Mat á starfshæfni sem tekur mið af bæði heilsufarslegum og félagslegum þáttum

• Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar áætlunar um aukna virkni, heilsueflingu og endurhæfingu

• Aðstoð og leiðbeiningar til að tryggja að viðkomandi einstaklingur fái það sem honum ber innan kerfisins

• Aðstoð frá sérfræðingum eftir mat á stöðu einstaklings hverju sinni. Hér getur t.d. verið um að ræða aðstoð lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, félagsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa o.s.frv.

• Aðstoð í formi stuðnings til náms sem hefur það að markmiði að auka vinnugetu

• Aðstoð í formi skipulagðrar starfsendurhæfingar þar sem einstaklingurinn, atvinnurekandinn og mismunandi fagaðilar vinna saman við að finna leiðir til aukinnar vinnugetu

 

Veikindaréttur fólks er mismunandi langur en þegar fólk skráir sig inn hjá sjúkrasjóði þá býðst þeim að fá viðtal við ráðgjafann. Skilyrði fyrir þjónustunni er þó ekki að viðkomandi njóti aðstoðar sjúkrasjóðs. Félagsmenn geta óskað eftir viðtali við ráðgjafa þótt þeir njóti enn launagreiðslna frá atvinnurekanda eða séu jafnvel ennþá í vinnu en farnir að finna fyrir skertri starfsgetu. Atvinnurekendur geta einnig bent starfsmönnum sínum á að hafa samband við ráðgjafa hjá sjúkrasjóði ef um er að ræða skerta starfsgetu.

 

Ráðgjafinn hefur aðgang að ýmsum úrræðum og stuðningsaðilum sem veitt geta einstaklingum viðeigandi meðferð sem miðar að því að efla vinnugetu og varðveita vinnusamband einstaklings. Ráðgjafinn starfar í nánu samstarfi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs eftir ákveðnum vinnuferlum og reglum sjóðsins og fær víðtækan stuðning, fræðslu og aðstoð frá Starfsendurhæfingarsjóði. 

 

0
0
0

Fréttir

25. ágúst 2015
Vegna forfalla er orlofshús félagsins í Kjós laust vikuna 28. ágúst til 4. september. Hægt er að bóka á skrif...
19. ágúst 2015
Grundartangasvæðið Eins og fram hefur komið í fréttum hafa stéttarfélögin sem eiga aðild að kjarasamningi ...
12. ágúst 2015
Vegna forfalla er orlofshús félagsins í Kjós laust vikuna 21.-28. ágúst 2015. Hægt er að bóka á skrifstofu fé...
0