• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Oct

Markmið lífskjarasamningsins var að vextir myndu lækka

Eitt að aðalmarkmiðum með lífskjarasamningum var að ná niður vöxtum á Íslandi og ná þannig að auka ráðstöfunartekjur heimilanna og einnig að auðvelda fyrirtækjum að standa undir þeim launabreytingum sem um var samið með því að létta á fjármagnskostnaði þeirra.

En eins og flestir vita þá hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,255 frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður.

Það má segja að markmið lífskjarasamningsins við að skapa vaxtalækkun hafi tekist að hluta til þótt hæglega megi segja að viðskiptabankarnir þrír hafi ekki skilað þessari vaxtalækkun Seðlabankans að öllu leiti og það nema síður sé. Í því samhengi má nefna að verðtryggðir húsnæðisvextir hafa lækkað um einungis 0,5% frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður. En þó má segja að þessi lækkun hafi skilað um 17.000 kr. lækkun á mánuði af 40 milljóna húsnæðisláni eða 200.000 á ári.

Þó er er rétt að vekja athygli á skýrslu frá Íbúðarlánasjóði en þar kemur fram að innan lífeyrissjóðanna hafa vextir á óverðtryggðum lánum lækkað að meðaltali um 0,92 prósentustig. Minnst hafa þau kjör lækkað frá maímánuði um 0,5 prósentustig á föstum vöxtum til þriggja ára hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum og mest um 1,7 á samskonar lánum hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.

Innan bankakerfisins hafa óverðtryggðir vextir húsnæðislána lækkað að meðaltali um eitt prósentustig frá því í maí, eða frá 0,75 prósentustigum á föstum vöxtum til þriggja ára hjá Landsbankanum og upp í 1,3 prósentustig á föstum vöxtum til fimm ára hjá Íslandsbanka.

Lægstu kjör á verðtryggðum fasteignalánum hafa lækkað bæði innan lífeyrissjóðanna og bankanna um 0,5 prósentustig frá því í byrjun maí. Hagstæðustu vaxtakjör sem bjóðast á verðtryggðum fasteignalánum innan lánakerfisins eru líkt og almennt hefur verið frá miðbiki ársins 2015 innan lífeyrissjóðanna. Þar eru lægstu breytilegu verðtryggðu vextir komnir niður í 1,64% og hagstæðustu kjör á óverðtryggðum lánum standa nú í 4,6% vöxtum.

Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur og heimili endurfjármagni sig í ljósi þess að vextir hafa verið að lækka og morgunljóst að í sumum tilfellum geta heimili aukið ráðstöfunartekjur sínar um hundriði þúsunda á ársgrundvelli, sem var jú eitt af aðalmarkmiðum okkar sem stóðum að lífskjarasamningum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image