• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Jun

Gísli Hallbjörnsson heiðraður á sjómannadaginn

Á sunnudaginn var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur, en Verkalýðsfélag Akraness leggur sitt af mörkum til hátíðarhaldanna eins og undanfarin ár. Aðkoma félagsins að sjómannadeginum er meðal annars fólgin í því að standa fyrir athöfn við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarðinum, en þar er árlega lagður blómsveigur til að minnast þeirra sem drukknað hafa og týnst á sjó.

Að þeirri athöfn lokinni er haldið í hátíðarsjómannamessu í Akraneskirkju þar sem meðal annars er heiðraður sjómaður fyrir vel unnin störf í þágu þjóðar. Í ár var það Gísli Hallbjörnsson sem fékk æðstu viðurkenningu sjómannadagsráðs Verkalýðsfélags Akraness, en Gísli starfaði mjög lengi sem vélstjóri á hinum ýmsum fiskiskipum vítt og breitt um landið

Þessu til viðbótar kom Verkalýðsfélag Akraness að fjármögnun á fjölskyldudagskrá á hafnarsvæðinu vegna sjómannadagsins, en eins og undanfarin ár er það Björgunarfélag Akraness sem sá um framkvæmd dagskrárinnar. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image