• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Jan

Þriðji fundurinn hjá ríkissáttasemjara á morgun

Á morgun verður þriðji fundur Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Grindavíkur hjá ríkisáttasemjara en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá vísuðu þessi félög deilu sinni við Samtök atvinnulífsins sáttasemjara fyrir áramót.

Rétt er að geta þess að áður en vísun til sáttasemjara átti sér stað var búið að funda á milli aðila sjö sinnum án þess að SA væri tilbúið að svara þeirri grundvallar spurningu sem lýtur að launalið samningsins.

Á fundinum á morgun munu Samtök atvinnulífsins væntanlega svara hvað launaliðin varðar en að sjálfsögu snýst allt um að fá vitneskju um hvað þeir eru tilbúnir að hlusta og koma til mótsvið okkar kröfugerð. En þeir hafa ætíð víkið sér undan því að svara þeirri mikilvægu spurningu hvað launabreytingar varðar.

Það er ekki bara að erfiðlega gangi að fá Samtök atvinnulífsins svara okkur hvað kröfugerðina varðar heldur gengur illa að fá upplýsingar frá stjórnvölum hvað þau er til í að hjálpa til við að liðka fyrir kjarasamningum. En eins og margoft hefur komið fram þá liggur fyrir að meginkarfa okkar er að hægt sé að framfleyta sér á lagmarkslaunum frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn.

Með öðrum orðum það er hægt að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með fleiri aðferðum en að hækka einungis laun. Það er hægt að gera með því að létta skattbyrgði á lagtekjufólki, hækka barnabætur, lækka vexti, taka húsnæðisliðin úr lögum um vexti og verðtryggingu, lögfesta leiguvernd með því að ekki sé heimilt að hækka leiguverð um meira en hækkun neysluvísitölunnar og auka leiguframboð á hagstæðri leigu fyrir millitekjufólk svo eitthvað sé nefnt.

Það er morgunljóst að þessi kjaradeila er snúin og flókin og ef ekkert fer að gerast af hálfu Samtaka atvinnulífsins og stjórnvald er ljóst að stefnt getur í ein hörðustu verkafallsátök á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image