• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Oct

Verkalýðsfélag Akraness hættir viðskiptum við VÍS

Nú liggur fyrir að vátryggingafélagið VÍS lokaði skrifstofum sínum víða á landsbyggðinni 1. október síðastliðinn og náði sú lokun til okkar Skagamanna. Sjá frétt hér

Í ljósi þess að fyrirtækið tók þessa ákvörðun um að skerða þjónustuna hér á Akranesi með lokun útibúsins kom ekkert annað til greina hjá stjórn Verklýðsfélags Akraness en að segja upp öllum tryggingum við VÍS sem félagið er með en þær eru eðli málsins samkvæmt umtalsverðar.

Við látum ekki bjóða okkur upp á svona vinnubrögð þar sem öll þjónusta er skert á landsbyggðinni og flutt suður til Reykjavíkur. Formanni var falið að leita leiða til að finna nýtt tryggingafélag sem er með þjónustu í heimabyggð og fyrir valinu varð Sjóvá og hefur félagið nú tekið tilboði í allar tryggingar sem félagið þarf að hafa.

Verklýðsfélag Akraness vill þakka starfsmönnum VÍS á Akranesi fyrir góða þjónustu í gegnum árin en starfsfólkið sem starfaði hér á Akranesi var að veita mjög góða og persónulega þjónustu en við getum alls ekki látið svona vinnubrögð stjórnenda átölulaus þar sem verið er að skerða þjónustu við bæjarbúa á grundvelli einhverrar „ímyndaðrar hagræðingar.“

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image